Diljá eða nei - tekst henni að finna svarið?
Dil-já eða nei? Dil-égerekkiviss. Dil-vá!

Ég fór í þessa ferð mína undir því yfirskini að finna sjálfa mig. Því það er í raun þetta fræga. Klisjan um ferðalagið í leitinni að sjálfum sér. Ég fæ reglulega spurninguna frá vinum mínum og vinkonum: “Jæja og ertu nú búin að finna sjálfa þig?” Eða: “Láttu mig vita þegar þú ert fundin.” Allt sagt í umhyggju-kaldhæðni (sem ég að sjálfsögðu fíla).

En í alvöru, ég veit ekkert um hvað þetta að finna sjálfan sig game snýst. Veit það einhver hérna? Hvað á ég að vera að upplifa þegar ég er “fundin”?

Ég veit ekki einu sinni hvort ég var e-n tíma svo týnd. Eða jú jú. Allavega vissi ég að ég vildi ekki vera gera það sem ég var að gera þegar ég ákvað að fara af stað. En verra fannst mér að ég vissi ekkert hvað ég vildi gera í staðinn. Allt í einu var ég ekki með draumavinnurnar listaðar upp í huganum. Ég vissi ekki hvað ég vildi standa fyrir og eyða dýrmætum tíma mínum í. Ég var líka hætt að trúa á að manneskjur eigi að finna aðra manneskju til að vera með að eilífu amen, né treysti sjálfri mér til að hafa dómgreind í hjartanu til að velja aðra manneskju til að vera með í tíu mínutur. Reyndar glataði ég ekki draumnum um móðurhlutverkið - mikið hlakka ég til að takast á við það þegar að því kemur. Og ég efaðist heldur ekkert um hvað ég á einstaklega góða að, bæði fjölskyldu og vini, og hef líka notið þess í botn að sakna ykkar allra elskurnar mínar. Það er gott að sakna, þá vitum við að við eigum gott.

Þetta eru svona nokkurveginn stóru línurnar í lífinu; vinna, makaleit, barneignir og fjölskylda&vinir….Ekki satt(samt svo glatað)? Og ég get svo sem alveg sagt ykkur það að ég er búin að fá nógan og góðan tíma til að hugsa mikið um þetta allt saman;

Ég er búin að kafa djúpt (bókstaflega) til að átta mig á því hvað ég “vil verða þegar ég verð stór”. Sem betur hef ég líka kraft, von og trú til að vita að ég get látið það verða að veruleika. 

Ég er búin að gefa mér tíma og rými til að skoða vinátturnar sem ég á. Búin að vera í góðum en mjög ólíkum samskiptum við mína nánustu. Enda allir svo ólíkir:) Það sem kom mér líka skemmtilega á óvart var að ég hef átt í mjög nærandi bréfasamskiptum við gamla vini og/eða kunningja sem ég er altjént ekki í miklu bandi við. Vinir úr Team 11 úr KaosPilot hafa verið mér mjög hugleiknir og hafa margir hverjir poppað upp á ótrúlegustu stundum í formi bréfa eða samtals á fb-chat. 

Fjölskyldan mín hefur gegnið í gegnum heljarinnar breytingar á sl mánuðum. Mikið hafa allir gott af breytingum. Það skerpir á, eflir og vekur okkur. Ég hef aldrei komið verri útúr breytingum. Kem alltaf verst útúr því ef ég spyrni á móti þeim.
    Helsta breytingin er sú að afi minn lést í lok september. Mér fannst of erfitt að vera ein úti í Mið-Ameríku á kveðjustund svo ég kom heim í nokkra daga til að vera með ömmu minni. Fór svo frá Breiðholtinu til Asíu og hef átt í mjög fallegu sorgarferli héðan. Það fallegasta við það er kannski hið nýja samband sem ég á í við ömmu og líka mömmu. Og bara alla í fjölskyldunni. ….Og áttað mig á að samband er ekki það sama og samskipti.

Karlmannamálin. Úff já. Mér finnst allavega ekki rétt að kalla þetta “ástarmálin”. Ástin er alls staðar með vini sínum kærleiki. Og því eiga þau ekki skilið að vera heitið yfir flokknum; Karlmannamál. Strákastand. Eða hösl. Eða skot. Eða hrifningu. Eða sexytime eftir lokun á KB. Þið vitið.
      Ég er búin að afgreiða e-n hluta af þessum málum. Ég hef allavega tekið ákvörðun um að gera sumt aldrei aftur og ég veit afhverju. Þeas. ég hef farið yfir hvað það hefur gert mér og hvaða afleiðingar það hefur, td. að hlusta ekki á innsæið. Og margt fleira.
Í einföldu máli hef ég tekið ákvörðun um að vera ekki með douchebag aftur. Í lífinu.
Og ég hef skrifað niður “listann”-(nei ekki þennan með hversumörguméghefsofiðhjá), heldur listann yfir eiginleika mannsins sem ég vil og ætla vera með. Ég hef ekki viljað gera hann í mörg ár, þrátt fyrir að hafa fengið margar áskoranir. En ef það er e-n tíma málið að gera það þá er það útí náttúrunni á Bali. Þvílík frelsun og bara óvænt skemmtilegt. Mæli með því.
       En ég á alveg eftir að komast að því hvað það er að vera ástfangin og eiga í fallegri baráttu um að viðhalda því ástandi hvern dag hverja stund. Og ég er búin að sætta mig við að ég mun bara komast að því þegar að því kemur. Dagdraumar mínir eru stundum svo litríkir að það er bara of harkalegur skellur þegar þeir rekast á við raunveruleikann.

Þegar þegar ég hugsa út í það þá veit ég ekki hvort ég hef fundið sjálfa mig. En ég ég komst að því hvað ég vil…
Og ég hef komst að muninum á hvað það er að vilja og eiga að gera eða ætti að vera að gera.

Það er mjög mikilvægt. 

Kveðja
Ein djúp og hugsandi 

Dagurinn í dag tók á og tekur enn á. Mér líður svo illa að ég veit ekki hvernig ég á að vera. Það hafa svo hræðilegir hlutir gerst hérna í Kambódíu, og það fyrir svo stuttu síðan. Frá ´76-79 voru framin með hrottalegustu fjöldamorðum mannkynssögunnar (að ég held og mér finnst núna!). Einn þriðji þjóðarinnar eða um 3 miljónir manneskja voru pyntaðar, látnar játa á sig glæpi og að lokum myrtar, eða rústað/slátrað (destroyed) af her Rauðu Khmeranna (mest ungir sveitapiltar sem voru heilaþvegnir af Pol Pot og liðsmönnum hans). Mest var þetta ungt fólk sem hafði menntun að e-u tagi og þal ógnaði Rauðu Khmerunum. En einnig voru heilu fjölskyldunnar handteknar og splundrað í sitthvor fangelsin. 

Ég fór að heimsækja eitt þeirra í dag, S-21. Þar voru fangarnir pyntaðir td. kipptu þeir nöglunum af þeim og helltu svo spritti í opin sárin. Eða léku sér að því að skera úr þeim innyflin svo dauðdaginn yrði hægastur og kvalafyllstur. Listinn af aðferðum er langur og viðbjóðslegur. En áður en pyntingarnar hófust fóru allir myndatöku (sjá hér að ofan).

Að lokum fóru þeir sem ekki dóu í fangelsunum á Killing Fields (þaðan sem ég var að koma núna) og þar var þeim slátrað með ógeðslegum hætti og hent í fjöldagrafir. Það er eitt að lesa um stríð, styrjaldir og harmleiki í sögubókum, en það að fara á svæði þar sem hræðilegir hlutir hafa gerst, sjá grafirnar þar sem enn má sjá fataleifar blaka uppúr jörðinni, 17 hæða turn fullan af hauskúpum, heyra sögurnar sagðar af fórnarlömbum og þeim sem hafa komist af….og verst af öllu; sjá tréið þar sem höfðinu á ungabörnum var ítrekað slegið í, til að drepa þau - já þá bara brotnar maður niður og finnur sér enga leið til að flýja í okkar daglegu afneitun og blekkingu. 

Baldur heimsreisufari gerði þessu góð skil á videobloggi sínu fyrir 2 árum .
Endilega kíkið á það. 

Kambódía er enn að byggja sig upp eftir þessa borgarastyrjöld (sem lauk í janúar 1979), þau eru augljóslega brotin en ég skynja líka ákveðna nánd og styrk í fólkinu. Hér er hinsvegar hræðilega mikil fátækt. Fátækt sem við öll tökum þátt í viðhalda. H&M borgar starfsfólki sínu hér í Kambódíu í mesta lagi $150 í mánaðarlaun fyrir 11 tíma vinnudag, 7 daga vikunnar.

Æ já eins og ég segi, ég er alveg í molum í augnablikinu. Og ætla bara að leyfa mér það. Vildi líka koma þessu frá mér og ég vona að þessi færsla hafi líka snert þig. 

Þrátt fyrir allt þetta hef ég skemmt mér og notið mín mjög vel hérna líka. Gæti alveg hugsað mér að búa hérna í e-n tíma og unnið við e-ð sem meikar sens og hefur áhrif.
Meira um það allt síðar.

Kveðja
Sorgmæddi túristinn 

Hai! Ferðabloggu um Japanu.

Það er eiginlega orðið að reglu að hvert sem ég fer þá hugsa ég “þetta er hápunktur ferðarinnar”, sem er auðvitað alveg frábært. En án þess að gera lítið úr því sem á daga mína hefur drifið eða því sem kom skal - þá er e-n veginn mjög erfitt að toppa það sem ég upplifði í Japan. Á sinn hátt, sjáiði til. Enda ekki á hverjum degi sem ég er stödd í fortíð og framtíð á sama tíma. Hvar er nú nú-ið í Japan ha? 


 

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja eða hvernig ég á að koma þessu frá mér. Þetta land sko. Opnaði öll mín skilningarvit og ég tók eftir svo mörgu skemmtilegu og hreint út sagt mögnuðu. Ég var mjög impóneruð(!) og mér leið mjög vel. Ég ætla að skipta þessar færslu í tvennt.  Best of og Must do.

Fyrst aðeins um hvað ég var að gera þarna. Já ég fór að heimsækja Valý vinkonu mína sem er nýflutt til Tokyo ásamt Ingimar kærasta sínum. Var svona líka heppin að mín heimsókn var á sama tíma og elsku Reykjavík!ur-strákarnir mínir frá Ísafirði, Haukur og Gummi, voru að performa og ferðast um Japan. Takk og arigató elsku Valý og Ingimar fyrir að vera höfðingjar heim að sækja, hver einn og einasti fermeter var uppfullur af hospitality og kærleik. Einnig takk til ykkar Hauks og Gumma fyrir að vera æðislegur félagsskapur og hýsa mig á hótelinu í hommahverfinu eina nótt. Og dá.sam.leg.t að kynnast þér elsku Árni. Tekur Sukiyaki í kareókí betur en Pálmi Gunnars þeirra Japana. 

 
Á myndina vantar Ingimar - sem einmitt tók hana og á hana og ég fékk að stela. Photocredit á hann!


Best of Japan með augum Diljár:

KitchKrútt-u
Japanir eru svo mikil krútt. Klútt eins og þau myndu segja sjálf. Alveg hreint framúrskarandi dúllur. Verða td. mjög hissa ef maður yrðir á þá, fá nett sjokk. Svo eru þeir alltaf að flissa. Tala yfirleitt lágum rómi en ef þeir hækka röddina þá finnst mér eins og hún sé svona teiknimyndarödd. Svo eru margir með allskyns kitch skraut í símunum sínum (margir með 2-3 snjallsíma sem þeir festa saman í til þess gerðu cover-i). Margar konur með litla bangsa hangandi neðan úr símanum. Ég velti því fyrir mér hvort þetta þýddi e-ð. Svona eins og tóbaksklútarnir í rassvösum samkynhneigðra karla. Nei ég veit ekki.

Apótek í Harajuko. Soldið eins og dótabúð.

Með allt á hreinu
Það er allt skipulagt í Japan, alltaf stenst allt. Allt í röð og reglu, hvert pláss er nýtt vel og allir þekkja þessar reglur og fara eftir þeim átakalaust. Ætli þetta sé ekki öruggusta land í heimi þegar það kemur af smáglæpum eins og vasaþjófnaði og prettum. Ég td. gleymdi bakpokanum mínum á kaffihúsi í Kyoto, var komin e-ð áleiðis í strætó þegar ég fattaði það. Fór til baka og þarna hékk hann á sínum stað. Tvær konur á næsta borði voru að passa hann fyrir mig. Virðing, kurteisi og heiðarleiki eru gildi sem eru afar áþreyfanleg og það kallaði fram mjög góðar hliðar í mér. Ekki amalegt.


Stærsta og fjölfarnasta lestarstöð í heimi - Shinjuku station

Eldri japanskar konu
Ég tók sérstaklega eftir hópum af eldri konum víða. Þær voru vel til hafðar, smart og confident. En umfram allt svo glaðar. Ég sá þær oft í hópum á veitingahúsum eða kaffihúsum þar sem þær fengu sér góðan mat og drykk og grétu úr flissi (meira en hlátri). Obboðslega sætar e-ð. Pant vera svona þegar ég verð gömul. Já svo sagði Árni mér að í Osaka eru allir til í að leika sér. Td. ef maður myndar byssu með höndunum og gerir bangbang! við gamlar konur - þá bara leika þær eins og þær eru að drepast. Ég verð að prófa þetta næst þegar ég fer.


Reyndar ekki eldri konur. En fólk í stuði. Og til í að vera í stuði. #stuðderið

Umhverfið-u
Það er alltaf eins og það sé nýbúið að skúra og þrífa í Japan. Svo er allt svo sætt og krúttlegt að það er meira að segja mild sykurlykt í loftinu. Ég get svo svarið það.  Það má ekki reykja út á götu - en það má reykja nánast allsstaðar inni. Ok. 
Í ljósaskiptunum má oft sá dularfulla þoku í fjöllunum. Sérstaklega í kringum Kyoto.
Á meðan Kyoto er svona hefðbundnari og þjóðleg á gamla mátann - á meðan Tokyo er eins og stór leikmynd í bíómynd sem gerist í framtíðinni. 

Elsku Valý fyrir framan Onsen-ið.

Hljóðmynd-u
Allt á sitt stef eða hljóðbút. Td á hvert lestarfyrirtæki sitt stef fyrir tilkynningar á lestarstöðvunum sem og svo hver lest þegar hún er að koma og líka fara. Götuljós eiga nokkur stef. Ekki skrýtið að mér fannst ég stundum stödd í oldschool tölvuleik, í Tokyo sérstaklega.

Tungumálu
Nánast enginn talar ensku í Japan. En ef þeir gera það þá er það svona japönskenska. Byrjar á því að svissa L-um og R-um og svo er framburðurinn svo ólíkur því sem við eigum að venjast að það þarf eiginlega að læra að tjá sig á japönskensku til að eiga e-n séns. Frekar vil ég þá bara læta japönsku. Fokk hvað hún er töff. Hai! 
Og svo vil ég sjá fólk hneigja sig oftar fyrir hvort öðru. E-ð svo huggulegt og fallegt.

Grímur fyrir öndunarfæru
Þetta er mjög algeng sjón í Japan. Ég er ekki ennþá búin að átta mig á því hvort það er vegna þess að þau sem þær bera eru hrædd við sjúkdóma. Eða eru kvefuð og eru svona sjúklega kurteis við umhverfið sitt. Virkilega smart.

Inniskór/baðskóru
Hvert sem þú kemur, kemur þú fyst inn í lítið anddyri og svo upp á pall. Í anddyri ferðu úr skónum og færð svo inniskó til að fara. Svo eru líka baðskór sem eru fyrir framan baðherbergi. Ég bara hlýddi - en gleymdi alltaf að spyrja betur útí þetta. 


Tilfinningaþrungin myndasería af fólki sem kann að hafa gaman í Tokyo.

Must do í Japan (allavega í Tokyo og Kyoto)
Ef þú lesandi góður ætlar að fara til Japan þá mæli ég með því að þú gerir eftirfarandi, til að hámarka góða upplifun. Sjálf er ég til að koma með og gera þetta allt aftur og miklu meira til. Sem fyrst. Sjúkíetta.

Syngja í Kareókí - Lets have a drink and sing a song!

Ég verð að viðurkenna að ég var vandræðilega spennt fyrir því að fara í kareókí í Tokyo. Var svo heppin að fara með, ekki bara óvenju skemmtilegum, heldur líka mjög hæfileikaríkum hóp. Við höldum að við höfum jafnvel verið í sama herbergi og þau tóku upp kareókí senuna í Lost in Translation. Því miður náði ég ekki útsýninu á mynd, þar sem gluggarnir urðu fljótt þaktir í metnaðarfullri djammmóðu.  Hérna er myndband af mér og Valý á leiðinni heim í síðustu lest eftir velheppnað kareókí session. Greinilegt að sumar eru ekki búnar að fá nóg. Tek það fram að við skelltum okkur líka inn á næsta kareókí bar sem við fundum eftir lestaferðina.

Svolítið price-y drykkirnir á kareókí staðnum. Svo Haukur dúllaði inn einni whiskey. Sem var drukkin á 3 mín. #drykkjufólkaðvestan

Fara í spiltatækjasal og láta taka mynd af sér í  fjölhæfum mangapassamyndakössum


Í Tokyo eru spilatækjasalir útum allt og allir með góða aðlögunarfærni detta að sjálfsögðu inn í einn slíkan og taka nokkra leiki. Mér fannst skemmtilegast í e-um mjög módern trommuleik. Best var þegar við föttuðum síðasta kvöldið mitt að ég ætti eftir að fara í mangaphotobooth og við hlupum (er understatement) af stað (orðin sein fyrir í kareókí-ið sko) og rúlluðum þessari session-i upp á 5mín. Með propsi og öllu saman.


Borða japanskan matu 


Þó Japan sé þekktast fyrir sushi-ið þá eru margir aðrir þjóðarréttir sem eiga það skilið að fá mun meira kredit. Sushið stendur þó alltaf fyrir sínu og rímeinar uppáhalds mitt. Það sem þið verðið að prófa er: Okonomiyaki - það eru nokkurskonar pönnukökuommilettur með mismunandi íleggi (ekki á-legg, heldur fer inn í…). Setið er í kringum borð sem er panna í miðjunni og eldar maður sjálfur kökuna. Og það er smá svona athöfn, allt í réttri röð og svona. Mjög gott og skemmtileg. Soba-núðlur (súpur) eru mjög vinsælar og mér sýnist fólk hafa heilmiklar skoðanir á því hvar bestu soba-núðlurnar fást. Það er allt Tempur-að og því stökkara því betra að mér finnst. Svo er það Grillið. Við fórum á kóreskan/japanskan grill stað (þar sem maður fær grill á mitt borðið) og grilluðum nautatungur sem voru ó svo góðar. (…það sem ég er orðin svöng á því að skrifa þetta)


Ég og Gummi á Okonomiyaki staðnum. Staðurinn er talinn einn mest hip og cool staðurinn í Tokyo - en þangað kemur fræga fólkið. Við hegðuðum okkur í samræmi við það. Eða það höldum við. #D<3G

Versla sér í drykkjarsjálfsala
Hræðsla við að verða þyrstur er greinilegt próblem í Japan. En þar eru sjálfsalar sem selja vatn, hrísgrjónavatn, gos og kaffi (heitt og kalt) - út.um.allt. Þessi sem Valý stendur hér við er rafvæddur, stafrænn og mjög framtíðarlegur. Hægt er að borga fyrir drykkina með lestarkortinu sínu. En ekki hvað?

Fara í Onsen 

Eitt af mínu uppáhalds sem ég gerði með possé-inu mínu var að fara í Onsen böðin. Við fórum í eitt slíkt stórt á artifisjal eyju í Tokyo. Lestarferðin sem slík var eins og að fara í rússibana í loftinu. Við fengum yukatan slopp við komu (sem er léttari týpa af kimono). Við Valý vorum reyndar í hátt uppí klukkutíma að reyna að átta okkur á því hvort við ættum að vera í sundfötum eða berrassaðar undir #lostintranslation. Þetta væri bæði sameiginlegt rými og svo kynjaskipt. Við gátum farið með strákunum í fótabað og verið á “stjörnutorgi” Onsen-sins. Þar drukkum við bjór og borðuðum edameme í yukatans.
Svifum svo út í vímu í lok kvöldsins.  

Gista á capsule-hóteli

Ég beit það í mig að prófa að gista á capsule hóteli. Þar leigir maður sér svefnstað sem líkist frekar líkskúffuskáp  (með sjónvarpi) en hótelherbergi. Þetta er mjög algengt fyrir skrifstofustarfskarlmenn sem fara á barinn eftir vinnu og ná ekki síðustu lest heim (sem fer snemma). Ég fann eitt með kvennahæð. Svaf lítið sem ekkert. Það var svo loftlaust og svo heyrði ég of mikið í hinum konunum sem deildu með mér gangi. Án efa með því steiktara sem ég hef gert og upplifað. Kostar 4000kr nóttin - innifalið eru náttföt og sturtuherbergi með Kanebo sturtuvörum. 

Taka lest
 

Sumar lestar troðnari en aðrar.

Ég tók super express Shinkansen - hröðustu lest í heimi - til Kyoto. Það var æðisleg upplifun. 

Hverfin í Tokyo:

Shibuya
Mjög lifandi og smá ljósaæst hverfi. Mikið af raftækjagadgetbúðum þarna, sem og spilatækjasölum og kareókí. Við eyddum síðasta kvöldinu mínu í Shibuya. Fórum á sushi stað þar sem þú pantaðir þér á skjá sem var fyrir framan þig og svo kom maturinn á færibandi til þín. Elskaði þetta.

Fatty tuna og edameme voru að detta í hús. #diljásfavorite

Hér má sjá video af fjölförnustu og stærstu gatnamótum í heimi (held ég). Ég held að það séu alls 8 gangbrautir.

Þar er líka stytta af hundinum Hachiko sem beið eftir eiganda sínum í mörg ár eftir dauða hans,koma útúr lestinni.


Að taka mynd af mér með hundastyttunni. Elska þessar hlægjandi elskur.

Shinjunko

Í Shinjunko er stærsta lestarstöð í heimi (sjá mynd hér að ofan). Það getur tekið hátt uppí hálftíma bara að komast út úr henni. Í Shinjunko má líka finna mikið af skýjagljúfrum - en svo mitt á milli þeirra má finna bara-hverfið Golden Gai.  Það er lítið hverfi með pínulitlum húsum mitt í hverfi hárra bygginga. Golden Gai er eitt skemmtilegasta næturlífshverfi sem ég hef farið í. En þar eru bara pínupínulitlir barir - komast að meðal tali 5-10 manns inn á hvern bar. Þröngt mega sáttir og allt það…

Golden Gai séð að ofan

Harajuko


Farið í Harajuko til að versla ódýra Kimono, vintage eða mjög kitch. Farið í Harajuko til að skoða fólkið (aðallega stelpur) sem klæðir sig upp á tyllidögum. Rétt hjá er líka risastór garður þar sem fólk mætir að æfa sig á hljóðfæri og svona hæfileikaæfingum. Svo eru þar líka Rokkabillímenn sem dansa á sunnudögum. Ég svaf reyndar af mér þessa heimsókn. #sleeplessinTokyo. Harajuko er held ég vinsælasta hverfið, uppáhaldsflestra.

Svo er eitt hverfi sem ég man ekki hvað heitir. Spyrjið Valý og Ingimar. Shimi e-ð.
Þar er allt að dúlla á sig og ég mæli ekki með því að fara þangað ef þið megið ekkert versla (eins og td. hún ég). Þar er líka kisukaffihús. Hér má sjá hetjuna mína Karl Pilkington á því kaffihúsi. Með betri viðskiptahugmyndum sem ég hef upplifað.

 

Kyoto

Yndislega Kyoto - sem er svo dásamlega ólík Tokyo eins og áður hefur komið fram. 
Þar gerði ég eftirfarandi og mæli með því að þið gerið líka meðal annars:

Gisti á Royken hoteli.
 

Fór að hitta apana á Iwatayama Monkey Mountain. Þeir eru vel uppí hlíðinni svo þetta er smá workout. Klukkan 15.00 er matartíminn þeirra og þá er Can Can lagið sett í botn og allir tryllast úr girnd og hungri. Mjög gott móment.


Fór að skoða öll hofin og zen-garðana í kringum þau. Gyllta hof var án efa toppurinn. 

Hérna átti maður að skrá óskina sína á skjöld og hengja upp. Mín er þarna í miðjunni með blágrænu myndinni. Bannaðaðsegjahvaðmaðuróskarsér!


Fólk að anda að sér og “maka” sig útí heilögum reyk.

Ég reyndar klikkaði á því að fara í Geisjuhverfið í Kyoto. En hérna má sjá Valý með gervi Geisju í Onsen.

 
Allir til Japan. Ég lofa að þið eigið eftir að elska það.  Lofa.

Gullhúsið og gullkúkurinn. Flott.


Takk fyrir mig elsku Valý. Þú ert nú meiri assgotssvessjensdúllan.
 

Ég er svo löt að ég nenni ekki í nudd. Og fílaða.


Myndin tengist skrifuðu færslunni á lítinn hátt. 

Fyrir e-u síðan las ég tvær góðar greinar eftir Charlotte Böving um “Duglega-fasismann” á Íslandi*. Síðan þá hefur innihald þeirra setið í mér og ég séð betur og betur hvað þetta orð dugleg/ur (og ofnotkun þess)hefur haft mótandi áhrif á mig (og flesta sem ég þekki) í lífinu. Besti eiginleikinn er að vera duglegur og versta syndin er letin. Og í raun ertu löt um leið og þú ert ekki hörkudugleg manneskja.

Ég er þessi duglega manneskja. Held ég (finnst það sjálfri innst inni ekki og ekkert hræðir mig jafn mikið að allir aðrir sjái í gegnum mig). Bæði í atvinnulífinu og félagslífinu. Ég hef unnið mjög mikið sl. ca. 15 árin. Var alltaf í vinnu með skóla. Meira að segja þó ég væri í háskólanámi erlendis, þá kom ég reglulega heim að vinna á miðjum skólaönnum. Eftir að ég kom út á atvinnumarkaðinn hef ég sjaldan verið í aðeins einni vinnu í senn. E-n tíma var ég í fjórum vinnum á sama tíma.

Ég á líka mjög marga vini og kunningja. Er í allskonar hópum og klúbbum. Eva vinkona mín spyr mig mjög reglulega “jæja, hvað er svo planið framundan um helgina/í vikunni?” (forvitni hrúturinn minn). Nánast undantekningalaust get ég þulið upp heljarinnar plan. Alltaf er ég með plön. Alltaf svo mikið að gera og mörgum að sinna… Helst á allt að gerast með flugeldum og lúðrasveit. 

Núna er ég á Bali. Þvílíkri paradís.
Og er að læra að vera ekki með nein plön.  Engin sérstök afköst. Læra að vera löt og njóta þess. Læra að vera ein án þess að vera einmanna. Finnast ég e-s virði þó enginn sé að búast við e-u af mér eða bíða eftir mér á tilsettum stað á ákveðnum tíma. Ó Guð minn almáttugur hvað þetta tekur á. 

Það er ekki auðvelt að hreinsa út þetta samviskubit, samviskubit sem er búið að vera í virkri mótun og uppbyggingu sl. 33 árin. Ég er með svo mikið samviskubit núna og skammast mín svo fyrir að vera ekki með samviskubit yfir því sem ég er ekki með samviskubit yfir. Listinn er langur. Þvílíkt rugl er þetta.  

Ég sagði hérna í fyrstu bloggfærlsunni minni að ég vissi í raun ekkert hvað ég vildi fá útúr þessu ferðalagi. Ég vissi svo sem alltaf að það kæmi allt til mín sem þyrfti að koma til mín. Ég er svo sem ágætlega fús að horfa í þennan blessaða spegil. Eða ég vona það allavega.

Jæja ég ætla að fara að horfa á vidjó fram yfir hádegi. Sé svo til hvort ég fari í jóga. Eða nudd. Eða dansi á 25fm hótelbaðherbergisgólfinu. Eða göngutúr…

…ef ég nenni.

Afsakiðmigogfyrirgefiðmér
Kveðja
Letibikkjan með fráfarandi samviskubitið (sem er samt svo duglegaðkúkaíkoppinnsinn**)

* Duglegur fasismi eftir Charlotte Böving
** Dugleg fasismi eftir Charlotte Böving Hey yo koddi schleick! #koddísleikvol.2 #kyoto #zensleik #blautur (at 平安神宮神苑)

Hey yo koddi schleick! #koddísleikvol.2 #kyoto #zensleik #blautur (at 平安神宮神苑)

Hey yo, koddí schleick! #koddísleik #bali #stytturútúmallt (at Ubud)

Hey yo, koddí schleick! #koddísleik #bali #stytturútúmallt (at Ubud)

Dillary McJetlagged með alla #Tokyo í baksýn #Japan #elskathettalíf (Taken with Instagram at 東京都庁 北展望室)

Dillary McJetlagged með alla #Tokyo í baksýn #Japan #elskathettalíf (Taken with Instagram at 東京都庁 北展望室)

Hugleiðingar&staðreyndir bakpokaferðalangsins í latínsku Ameríku.

Jæja það er allt að gerast hjá bakpokaferðalanginum, mér.
Nokkrar staðreyndir um líf mitt sl vikur:

 • Ég veit aldrei hvaða vikudagur það er lengur. Ég finn engan mun á sunnudegi eða miðvikudegi. 
 • Ég er yfirleitt ómáluð. 
 • Hef ekki verið í háum hælum síðan back in ´Nam (vá eftir nokkrar vikur get ég í notað þennan bókstaflega), alltaf í flipflops.
 • Alltaf í sömu fötunum (rétt upp hönd sem hefur tekið eftir því á myndunum). 
 • Ég er komin með hippalegt hennatattoo á ökklann. 
 • Á pantaðan tíma í dreddalagningu. 
 • Ég hendi skeinpappírinum í tunnu við hliðina á klósettinu. Nema þegar… þá brýt ég umhverfisvænukarma lögin. Hef þurft að vaða uþb 5cm vatn til að komast á rafmagnslaust klósett.
 • Fer í kaldar sturtur. 
 • Ég er alltaf með svona innanklæðaveski með passanum og kreditkorti, alltaf. Oftast. (Ok, veit reyndar ekki alveg hvar það er núna - best að leita að því snöggvast). 
 • Ég hef stundum ekki hugmynd um hvað ég er að panta mér að borða. 
 • Tala ótrúlega góða “fakeittillyoumakeit”spænsku (unskuld-sem er ótrúlega blönduð af dönsku e-a hluta vegna(!)).
 • Hef komist að því að ég er á spretthlaupaferðalagi um heiminn. Alveg glatað. 
 • Ég er komin með open water diving PADI prófskírteini.
 • Mig langar sérstaklega að taka fram að ég hef ekki verið við lampaljós í rúmar 2 vikur núna. Flúorpera í miðju lofti í kojufylltu herbergi er algengt. Þið sem skiljið: Klappið fyrir mér!
 • Er útétin af skordýrum. Með nokkrar týpur af bitum núna. Síðasta talning: 79 bit.
 • Er loksins komin á latino tempó. Til hvers að flýta sér?
 • Uppgvötaði nýja gerð af innri ró þegar ég sat á bekk í Parque Central í yndislegu Antigua hérna í Guatemala. Þar sem ég sat í klukkutíma og horfði á gosbrunn í klukkutíma (eða þangað til að rigningin mætti - hér er rainseason). 
 • Er búin að vinna í æðislegri sjálfboðavinnu og var með hlýtt í hjartanu allan tímann. 
 • Hef bundist bakpokunum mínum tveim (stóra og litla) tilfinningalegum böndum. Þeir eru einu ferðafélagarnir mínir. 
 • Ég er ekki góð að prútta. Ung börn sem eru að selja e-ð út á götu ná mér alltaf. Alltaf.  Dúllan sem ég nú er.
 • Búin að komast að því að ég er ekkert merkileg. Hér hafa allir hætt í vinnunni, skilið við maka, selt allt og meira til, búnir að safna allt sitt líf og farið að ferðast um heiminn.
 • Ég er búin að eignast dýrmæta vini, suma í sólarhring, aðra í 10 daga. Það er á meðan það er og með þeim á ég alltaf minninguna um þann tíma sem við eyddum saman. Ferðavæm.

Já krakkar mínir - þetta er lífið mitt núna. Svona ferðalags líf.

Og mér líður svo vel.

Nokkrar myndir frá latínsku ameríku

Fór beint á eyjuna Utila sem er ein af Bay Islands við Honduras í karabíska hafinu. Hún er pínulítil. Bara ein gata með þrem hliðargötum. Fullt af köfunarskólum.

 

Hérna bjó ég fyrstu nóttina. Þetta er herbergið/kofinn minn. Hét Mono Lisa.

Þessi sturtuhaus ætti að fá verðlaun.

Þetta er lítið bort af garðinum á hótel Seahorse. Ævintýragarður sem hefur tekið mörg ár að gera. Barinn er í tréhýsi og er vinsalasti barinn á eyjunni. Ég lagði inn pöntun fyrir brúðkaupsveisluna mína þarna. Aaai!?

Astraltertugubb? Nei, ég lifði á þessu. Ferskur ananas og vantsmelónudjús.

Svo fór ég í köfunarskólann og þar sem að það var low season var frekar rólegt í raðhúsakofunum. Hérna sést terrasinn í morgunsólinni.

Skólastofan, litla bryggjan og bátarnir sem við fórum út á. Fólki þótti gaman að stökkva útí á efri palli. Öðrum þótti cúl að reykja útí sjónum… Liðið þarna var smá eins og KaosPilotar á sterum. 

Skipstjórinn Captain Cookie. Hann er employee of the day, week, month and year skilst mér. Með eigið lag sem var alltaf spilað mjög hátt þegar við sigldum í hlað.

Þarna hafði ég lært að setja saman allar græjur. Allt tilbúið og á réttum stað. Kannski smá lonley þarna á bátnum samt?

Ég tók fullt af myndum neðarsjávar en myndavélin er batteríslaus svo þær koma síðar.

Ég var svo mikið að hanga ein í þessa viku að ég var alltaf að taka sjálfsmyndir af mér. Sem eru smá akward svona til lengdar…

Svo fór ég á ströndina að labba, sem er við endann á einu götunni á Utila. Allt í einu var hundur farinn að labba með mér eins og ég væri eigandinn hans.

Hann kúkaði og ég náði mynd af hárréttu augnabliki.

Þarna vorum við að ganga inn á strandar svæðið. Þvílík paradís ha!?

Svo lék hann sér smá þangað til honum var hent út - enda e-r einkaströnd og kannski ekki vinsælt að hafa flækingshunda.

Skýjaáhuginn minn hélt áfram. Líka e-ð svo arty að taka skyjamyndir. Mér finnst ég alltaf vera svo góður ljósmyndari.

Þeir tjá áhættu reykinga með sínum hætti þarna á Honduras. Wifebeater-inn segir til um stereótýpuna, eða?

Svo fór ég í rútuferð sem ég hélt að tæki 7 tíma en hún tók 21 tíma. Það voru tveir kínverjar sem töluðu í 19 klt viðstöðulaust þarna bak við mig. 

Svo var ég komin til Guatemala. Þar merkja þeir íbúðarhúsin með þekktum vörumerkjum - góð tekjulind!

Ég bjó í borginni Xela í eina viku og þetta er gatan sem ég bjó við. 101 Xela eða miðsvæðis.

Ég var í sjálboðavinnu hjá Trama Textiles - sem er veftextíl-fyrirtæki sem er rekið af konum og býr til vinnu fyrir konur sem hafa misst eiginmenn sína (fyrirvinnu) í borgarastyrjöld - eða bara þeir eru iðjuleysingar og alkar.

Guatemala kort

Hérna er ég að byrja á treflinum mínum

Hérna eru tvær af konunum sem eru að vinna hjá Trama. Ég vann mikið með þessari eldri og myndaðist með okkur falleg vinátta, þrátt fyrir að tala ekki sameiginlegt tungumál. Ég vildi óska að hún væri amma mín. Svo er hún líka með gullstjörnur á framtönnunum. Hversu flott er það?!

Hérna bjó ég ásamt Jack (frá Ástralíu) og Reginu (frá Californiu). Ég var fyrst ein með herbergið og svo rétt áður en þau komu var ég að hugsa hvað mér þætti hostel furðuleg fyrirbæri. Fannst svo fáránlegt að sofa með ókunnugum í herbergi. En svo komu þau og við urðum strax perluvinir.

Morgunmaturinn minn alla daga. Nóttin kostaði 950kr með morgunmat a la carte inniföldum.

…og þetta borðaði ég á kvöldin. Burrito!

Það var alltaf happyhour þegar barinn var opinn. 2 fyrir 1 á Mohito =275kr jesseröbbíböbb! De nada!

Konurnar á Trama voru hrifnar af síðar ljósa hárinu og vildu endilega setja ekta Maya greiðslu í það. Svo fínt.

Hérna var ég að vefa. Ég mæli reyndar ekki með því að vefa daginn eftir kvöldið áður (sjá texta um mohito) - þar sem ég dansaði salsa fram á nótt. 

Ég ákvað að fara frá Xela og niðrað La Laguna Atilian (risastórt stöðuvatn á milli eldfjallagarðanna). Þar sem ég var orðin svo confident ferðalangur ákvað ég að taka hina svokallaða chickenbus  - sem eru gamlir amerískir skólabílar. Þeir stoppa á hverju götuhorni og inn storma sölumenn sem selja allt frá tyggjó til íspinna til heitramáltíða. Koma inn að framan og stökkva svo út að aftan. Verst að ég á ekki mynd af því né hversu troðið var inn í strætóinn.

Svo komum við að vatninu og vorum í bæ sem heitir San Pedro. Svo fallegt.

Í San Pedro eru reyndar fleiri með dredda en ekki. Hérna má sjá mig skella mér á eitt henna tattoo hjá einni með dredda. Ég þori að veðja að hún hafi líka prófa að reykja gras e-n tíma.

Ég finn ekki myndina af virka eldfjallinu við San Pedro. En þetta er fallegt, ekki satt? 

Fórum svo í risa grillveislu í sunnudagshádegi. Þetta var svo mikill matur. Þarna er ég td orðinn södd. Takið eftir Spur-kóla.

Ég fékk kokteil í uppáhaldslitnum mínum. Þetta er Sambukka og appelsínudjús og e-ð eitt í viðbót. Mjög bragðgott.

Þjóðverji með dredda, sætur þjóðverji og kínversk alin uppí Canada. Öll búin að vera að ferðast í meira en eitt ár.

Já já

Elsku Regína

Við mættar í tuk tuk - minitaxa á leiðinni niðrá höfn í bátinn

Regina var svo veik, hér má sjá augu með 40 stiga hita.

Komnar á höfnina og á leiðinni í þorp hinum megin við vatnið þar sem beið okkar rúgbrauð keyrði okkur til Antigua.

Undirrituð mætt í túristaplebbamyndatöku í Antigua

Á leiðinni þangað kynntist ég æðislegum krökkum frá San Francisco. Hérna er Rachel í sjoppu þeirra Guatemalamanna. Svo fínt og vel raðaða.

Við sáum þessa ljósu Maya konu og héldum að hún væri sænsk og vildi bara vera með í Maya-liðinu. En svo sáum við að hún er albínói.

Bogastrætið í Atigua. Ég var alltaf að labba þarna um. Svo fallegt.

Dómkirkjan. Kv. Túristinn.

Fór á súkkulaðinámskeið sem heitir “From bean to bar” - sem var alveg fáránelga fræðandi og mjög skemmtilegt. Hérna sjáið þið þetta step by step. Og súkkulaðið var svooo gott. Takið eftir “var”. 

Sjálfsmynd af mér með regnhlíf. Það er rainseason í latínsku ameríku. Alltaf á slaginu kl.5 byrjaði að rigna. 

Allir snúa baki í okkur nema Senior-inn. Senior Jesus.

Ef ég mætti ráða þá væri þessi dóttir mín. Ég skoða þessa mynd nokkrum sinnum á dag og fæ hlýtt í hjartað. 

Götumynd í Antigua. Elska þessa liti.

Regina, Jack og Diljá síðasta kvöldið okkar. Valhoppuðum saman um götur Antigua og drukkum Margaritur. 

Svo var símanum stolið.

Ég ætla 100% aftur til Guatemala. Finnst æðislegt að vera þar. Mæli með því landi fyrir alla sem ætla að fara í sjálfboðavinnu td. Ekki fara í gegnum nein samtök. Farið bara á staðinn og það er nóg í boði og mjög vel haldið á spöðunum.

Næst fer ég til Japans að ferðast. Meira um það síðar. Er mjög spennt. 

Roadtrip. 13 dagar. 12 fylki. 7000+km. Margar myndir. Part II

Jæja hvar vorum við? Já í Texas. Nýbúin að kveðja löggurnar.

Löggurnar settu okkur á ódýrasta mótelið í bænum (Alpine). Við vorum hæstánægð með það. Enda sjónvarp, ísskápur og örbylgjuofn. Uppröðunin var fyrir Elle Decor, the motel issue.

Við fundum ekki loftbegljahátíðina í Alpine. Hvernig geta samt loftbelgir farið fram hjá manni? Svo við fórum aftur til Marfa (þar sem við æltuðum upphaflega að gista en það var allt fullt).

Marfa er æðislegt lítið þorp í norður Texas. Ég held að það búi uþb. 2000 manns þar. En það er vel hægt að líkja stemningunni þarna við Seyðisfjörð. Enda Marfa mikill listamannabær og mikil gróska í gangi þar. Marfa hefur líka verið notað e-ð fyrir upptökur á stórum kvikmyndum. Td. No Country for old Men var tekin upp þarna. Marfa er líka frægt fyrir The Judd Foundation og Marfa lights (held samt að þau toppi ekki norðurljósin okkar ha)

Steinþór fann félag eldrihipstera í Marfa…

Þegar við komum til Marfa var þó lítið opið því það var Labordayweekend. En það var mikil bæjarhátíð í gangi sem við skelltum okkur að sjálfsögðu á og tókum virkan þátt í öllu sem hægt var að taka þátt í og gera.

Ég ákvað að skella mér á pulsu með öllu og límonaði. Pulsan kostaði $9 og mér fannst það rugl. En þar sem ég er ennþá að hugsa um hvað hún var góð þá hlýtur það að vera þess virði.

Sko ég sagði ykkur það, við tókum virkan þátt í öllu. Eftir að Steinþór keypti sér YOLO derhúfu þá skellti hann sér í þetta og sigraði. Enda á leiðinni á the olympix 2016.

Hann fokkíngs elskaði að taka bensín. 

Skýin í Texas voru to die for. Ég fékk allt í einu heilmikinn áhuga á skýjunum og rifjaði upp skýjafræði úr paragliding náminu. Kveðja StratusNimbus.

Breakfast is served! #livingongasstationfood

Stundum leiddist mér í bílnum (enda stundum að keyra 8-9 tíma á dag) og þá fann mér e-ð að gera. Hérna var gott að nota AC-ið til að þurrka neglurnar.

Við ákváðum svona eiginlega í skyndi að skella okkur til Austin (hún var smá útúr leið) en þar sem hún er ein æðislegasta borg sem ég hef heimsótt var það þess virði. Eða nei. Við komum til Austin og skelltum okkur strax á steik á The Hoffbrau. Krakkarnir þar voru að halda upp á afmælið. En ég veit ekki hvaða afmæli. Kannski 75 ár síðan þau þrifu grillið vilja sérfræðingarnir meina….

En já svo eftir matinn ætluðum við að skella okkur á e-ð mótel eða hostel eða hotel og svo út á lífið. Komumst reyndar fljótlega að því að það var 100.000manna fótboltaleikur í gangi, sem og labordayweekend. Eftir 3ja tíma leit og komin Hvolfsvallarvegalengd frá Austin þá hættum við við…

…Og fórum á mótel rétt hjá Dallas. Þrátt fyrir að þessi næturlúga hafi ekki beint verið aðlaðandi þá var þetta herbergi sem við loks fengum það herbergi sem við mátum sem besta herbergi ferðarinnar. Americas Best Value Inn krakkar. Skorar hátt. Mælum með því.

Ok komin til Tennessee. Reyndar fórum við í gegnum Arkansas og fórum aðeins inn í Little Rock sem var dauðasta og leiðinlegasta borg sem ég hef heimsótt.

Hérna má sjá mig á söguslóðum umvafinn djassstöðum og lífi og fjöri.

Memphis á sér langa og skemmtilega tónlistarsögu. Ég var byrjuð að skrifa e-ð mjög gáfulegt um sögu Memphis en nennti því ekki. Google-ið þetta sem ekki vitið og hafið áhuga.

Sun Records er örugglega frægasta upptökuver og útgáfufyrirtæki í heimi. En þar voru Elvis, Johnny Cash, Roy Orbinson ofl á samning hjá Sam Philips. 

Tókum lunch á e-um lókal BBQ stað. Guð blessi USA og öll þau rassgöt.

Mig er búið að langa að heimsækja Graceland í mörg ár og ég verð að viðurkenna að spennan var vel blönduð af ótta þar sem að ég hélt að þetta væri alveg túristað í klessu og útþynnt peningaplokk. En ég verð að Graceland upplifunin kom mér skemmtilega á óvart og ekkert of útþynnt. Við vorum líka heppin með hvað það voru fáir á ferli og oft vorum við bara ein á svæðinu. Þrátt fyrir þetta æstist túristaplebbinn upp í mér og ég tók myndir af öllu. Afakið mig.

Uppáhaldsmyndin mín af okkur plebbunum.

Steinlvis & Dilsilla Presley bjóða ykkur velkomin í Graceland.

Alveg tilbúin í þetta

1) Borðstofa (með geðveikum gardínum) 2)Eldhúsið sem var teppalagt og bara mjög huggulegt. 3)Jungle room sem var líka teppalagt í loftinu. 4)Stofan.

1) Cover of a magazine 2)Skrifstofa pabba Elvis 3)Að mínu mati flottasti búningurinn hans 4)Mynd af Pricillu, Lisa Maria og mér (og öðrum túrista).

Dillary & kóngurinn á góðri stund

Norskir syrgja Elvis

Finnst ykkur ekki flott hvernig ég setti svona gróður í kringum myndirnar af grafsteinunum?

Fórum í flugvélina sem hét í höfuðið á einkadóttur hans - hér má sjá búkinn hans Steinþórs fyrir framan rúmið hans Elvis (í flugvélinni). Svona myndir verða til hjá þeim sem sitja lengi í bíl og fikta í símanum sínum.

Mér fannst svo æðislegt hvað Steinþór fílaði þetta allt næstum því jafn mikið og ég.

Ég tók svo fullt af myndum í bílasafninu hans en þær komu illa út.

Fórum svo til Nashville Tennessee og fórum á hostel. Herbergið okkar hét: “Hank Williams-Hey goodlooking” Sumir tóku það að sjálfsögðu til sín.

Steinþór getum vottað til um laundromat obbsession mína sem varð til og eflist með hverjum degi í ferðinni.Hér má því sjá stóra stund og ákveðinni hápunkt ferðarinnar.

Mánudagsklúbburinn var haldinn á skemmtilegum stað sem ég man ekki hvað heitir. Og þar var heljarinnar rokkabillíkvöld í gangi. Sem ég elskaði! 

Vinur hans Steinþórs frá Nashville var búinn að mæla með besta kjúklingastað í borginni ef ekki fylkinu. Þarna má sjá hálfvegg fyrir aftan hann sat kona og hennar hlutverk var að selja kökur (minikökubazar?) Fyrir aftan hana var svo veggur með pínulítilli lúgu. Þangað fór fór maður að pantamatinn (það var bara einn réttur á seðlinum, nokkrar stærðir og mis-sterkur). Fyrir innan þennan vegg var svona fushion af sjúskaðri skrifstofu og stofu (heimaístofu-stofu) og fullt af fólki að gera ekki neitt. Eldhúsið sjálft var pottþétt e-sstaðar þarna.

Steinþór pantaði sér sterkasta kjúklinginn (ég fékk mér mildasta og hann var æðislegur) og svitnaði vel á meðan hann borðaði hann. Um kvöldið fórum við svo á tónleika og hann gat ekki gengið því honum sveið svo í typpi og rassgat eftir að hafa pissað og kúkað. Way to go!

Fórum á tónleika með Dan Deacon og ég skil fullkomnlega afhverju þessu er líkt við kirkjusöfnuð hjá heittrúuðu eða kvöldvöku hjá e-u költi. Alveg einstakur listamaður hann Dan :) Mæli líka með appinu sem hann lét fólk notast við til að inkrísa stemninguna enn meira. Mjög flott.

Þau voru mismunandi settleg húsakynnin okkar.

Svo fórum við til Alabama. Stoppuðum ekkert þar samt.

Undir það síðasta fór AC-ið e-ð að klikka og það var svo viðurstyggilega heitt í bílnum. Hipsterinn var kominn úr að ofan. Ég hefði viljað hafa hann beran í gallavestinu. En það var of heitt.

Náði ekki mynd af fylkismarkaskiltinu í Mississippi svo ég læt þetta duga.

Finnst ykkur ekki eins og þið hafið séð þetta hús áður? Útum allt í Mississippi.

Í Hattiesburg Mississippi náðum við í Rúrik frænda hans Steinþórs sem er þar í námi og fótbolta. Hann var líka með veskið mitt sem hafði komið þann daginn frá bensínstöðinni í Utah (muniði ;) )

Og við fórum þrjú til New Orleans, fallegu fallegu New Orleans (allavega franska kvartíerið). Takið eftir hestavagninum á þessari mynd. Svo rómó.

Royal Pharmacy Coca Cola Soda. Harpa og Heiða, hafið þið verslað hérna?

Í New Orleans eru grænu typpin með hestahausa. Vá.

Saddur hipster

Stemning útum allt. Óskýr mynd en þarna er lítill gamall litaður maður (er það ekki PC?) að dansa og með e-ð stemningsásláttarhljóðfæri. 

Ég var að labba eftir einni aðalgötunni hérna í franska hverfinu og fer inn í lítinn garð sem mig minnir að hafi heitið Musical Garden og þar voru styttur af tónlistarhetjum (Td. FatsDomino) og ég stend við hliðið og dilla mér í takt við jazzinn sem þar ómaði. Á móti mér kemur dansandi eldri kona, blökkukona með hárið vafið upp í klút og í mynstruðum kjól. Dansar til mín og kemur svo og tekur utan um mig og hvíslar að mér: “Just remember: Life is beautiful!”

Í New Orleans vorum við á æðislega sætu hóteli og fengum morgunmat í rúmið.

Það var svo heitt og rakt. Hérna er einn alveg bugaður úr hita.

Gatan sem við bjuggum við í ljósaskiptunum. Mmmm

Krókúdíll í raspi og besti kokteill sem ég hef smakkað.

Ein signature á damminu í NO.

Á waffelhouse í morgunmat. Við borðuðum okkar mat útí bíl og Steinþór sullaði sírópi í buxurnar og það var eins og hann hefði pissað pínu í sig.

Á klósetti á einni bensínstöð af svona 40. Gleymdi ekki veskinu.

Komin til Tampa í Florida og beint á baseballleik. Menn eru spenntir.

Vorum á partýzone-inu - en ekki hvað!?

Dinner á vellinum. Basic.

Ég var ekki með gleraugu né skildi hvað var í gangi í leiknum (sem tók 4 tíma!) svo við svindluðum okkur á betra svæði (sem var 3-4 dýara). #livingontheedge

Þessi voru hress og #stuðhúfan er allsstaðar.

Eftir leikinn var svo vellinum breytt á 10mín í risa tónleikastað og Calvin Harris mætti og allt trylltist. En meðalaldurinn var 17 ára. Svo gömlu létu sér nægja að taka af sér myndir og fara svo heim á mótel enda á Americas Best Value Inn í Tampa.

Sátum fyrir hjá American Apparel á Americas Value Best Inn.

Af öllum bensínstöðum var þessi uppáhalds. Því hún heitir Love´s og það eru hjörtu útum allt inn í henni og svo styrktum við líka e-ð góðgerðarmálefni.

Síðasta kvöldið okkar var í Orlando. Eftir að hafa verslað í Target og Marshalls og Sports Authority þá fórum við í Universal Studios City Walk. Þeas ekki inn í garðinn sjálfan. Bara á svæðið fyrir utann þar sem eru veitingahús. Smart!

Steinþór vildi borða á NBA stað í Universal Studios City Walk síðasta kvöldið. En það var ekki samþykkt.

Fórum í minigolf og svo í bíó að sjá Spiderman. Hér má sjá mig rétt eftir að hafa slegið holu í höggi. Kúlan þurfti að fara á milla lappanna á beljunni. Velgert. En ég tapaði samt í lokin.

Stupid is stupid does


Það var pínu erfitt að kveðja þennan elsku kall. Hann helt heim til Íslands og ég fór til Honduras. Takk fyrir allt elsku Steinþór. Líka fyrir Snitzel Boogie. Sem er, er ég að meta lag ferðarinnar. 
Við reyndum að taka smá evaluation og best of síðasta kvöldið. En það var mjög erfitt. Svo þetta var allt smá hápunktur á sinn hátt.

Takk fyrir og veriði sæl. 

Roadtrip. 13 dagar. 12 fylki. 7000+km. Margar myndir. Part I.

Við Steinþór Helgi minn hittumst á lífskrísufundi í sundi (rímar!) í vor og ég sagði honum að ég væri bara að spá í að skella mér út og ferðast svolítið. Hann vildi með og úr því varð USA-roadtrip-plan. Ég verð að viðurkenna að ég hélt lengi vel að hann myndi bakka útúr þessu. En svo þegar hann var kominn með flugmiða á undan mér þá var þetta augljóst mál .Og niðurneglt.
Eins og áður hefur komið fram er Steinþór einn af atvinnukærustunum og staðið sig mjög vel í því hlutverki (tókum mas Valentínusardinner á Borginni í feb sl.). Enda afburðargreindur og sigurvegariGettuBetur2005. Hvort finnst ykkur meira töff að vera Rokklingur eða sigurvegariGettuBetur2005? Svör óskast, því sjálf komumst við ekki að niðurstöðu. Eðlilega. 
Ég er að meta að Steinþór sé metnaðarfyllsti hipster sem ég hef kynnst. 

En já, ferðin okkar var frábær. Við keyrðum rúma 7000km á 11 dögum. Eða já öllu heldur Steinþór keyrði 7000km - ég keyrði einu sinni og það var í Memphis. Sem er fyndið því það er til lag sem heitir Walking in Memphis…. eða nei það er kannski ekki fyndið. Þetta er ekki einu sinni “you had to be there-” fyndið. 
En jú svo keyrði ég líka nokkra metra í Texas, því þá var Steinþór í haldi lögreglunnar (í Texas). Meira um það á eftir…Hér sjáum við ferðina okkar í heild. Pælingin var að fara í fylki/borgir sem við vorum aldrei búin að heimsækja áður, né höldum að við eigum kannski aldrei eftir að leggja leið okkar um aftur. Eða svona minni líkur en vestur og austurströndin td.
Þessi mynd mun strax meika meiri sens ef þið lesið færsluna hér að neðan.


Dagur 1 & 2 Las Vegas
 Við hittumst á flugvellinum í Las Vegas. Sá er bæði teppalagður og með fullt af spilakössum. Við áttum pantað herbergi á New York New York hótelinu. Þar er allt innréttað eins og leikmynd(götumynd) úr New York. Voða hresst.

Það er rússibani í kringum hótelið og þetta var útsýnið útum gluggann okkar. Takið eftir frelsisstyttunni þarna fyrir miðju.

Fórum á The Steak House á Circus Circus hótelinu og Steinþór pantaði sér ….steik.
Eina sem mér dettur í hug er þessi sena úr The Great Outdoors #RIPJohnCandy 

Hvítasti maðurinn á svæðinu. Í sundlaugagarðinum í Vegas.

Fórum að borða á kínversk-mexíkóskum fushion stað. Áhugaverð blanda og við elskuðum hana. Smartasti staðurinn sem við borðuðum á í allri ferðinni.

#I<3dumplings

Brennandi heitur með brennandi heitan kokteil. Í hádeginu.

Okkur fannst ógeðslega fyndið að segja fólki að við hefðum skroppið til Parísar. 

Fórum á HardRock Café í Las Vegas. Góðir kokteilar en vondur matur.

Kallinn vann $80 í rúllettu. Ég tapaði öllu.

Ég í gullkjólnum á Brooklyn Bridge í Las Vegas. Djös óraunveruleiki er þetta.

Elska stærðirnar og styrkleikann á kokteilum í USA. Ótrúlegt en satt þá voru Diljá og Steinþór mjög þæg í Vegas. Höfum verið þekkt fyrir annað hingað til. En ég skrifa þetta á jettlaggið hans.

Þetta var mitt fjórða og jafnframt síðasta skipti til Las Vegas. Ég ákvað það þegar ég sat fyrir framan nokkra spilakassa að bíða eftir Steinþóri (sem var að kúka as per usual) og fattaði að ég var komin í samkeppni með vændiskonur (litlar stelpur). Fannst svo hræðilegt að horfa upp á þær ganga á milli manna (spilafíkla) og horfa á viðskiptin eiga sér stað. Þær voru svo farnar að gefa mér auga um að koma mér í burtu af “þeirra svæði”. 


Dagur 3 Las Vegas - (hálftími í) Arizona - Bryce Canyon/Utah

 Is everybody in? Is everybody in? The roadtrip is about to begin.

Við erum með topplúgu!

Rigning í Utah. Riders of the storm mættir.

Fyrsta módelið. Hér má sjá mynd af rómantískum Subway dinner við huggulegt borð.


Dagur 4 - Bryce Canyon-Cortez/Colorado - Aztec/New Mexico


Frelsisstyttan dansaði fyrir framan mótelið í Bryce Canyon. Þvílík gleði í morgunsárið. So high pía.

Fáránlega nettur gaur (his own words) fyrir framan fallegt gil.

Við viljum meina að þetta sé grander than Grand Canyon!

Ekki láta parið frá verndaða vinnustaðnum skyggja á þetta óendanlega fallega útsýni. Fyrstu myndirnar í þessari töku voru reyndar ekki með okkur inn á (S hélt vélinni aðeins of hátt uppi, snillingur)

Sjá þessa liti! Ég elska þetta.

Við keyrðum um Bandaríki Norður Ameríku á kadiljálk!


Berfætti bílstjórinn- sem stundum tók upp a því að rétta úr hægri löppinni og lagði upp á mælaborðið. #Úrræðagóður.

Svo miklir grínar þarna í Utah. 

E-sstaðar í miðjunni á hvergi fattaði ég að veskið mitt með öllum kortum og peningum væri á bensínstöð 4 klt í burtu. Ég pantaði mér steiktan kjúkling (Utah fried chicken?) til að róa mig niður.

Eftir matinn tróðum við okkur svo bæði aftur í kadiljálkinn (ógeðslega heitt frammí og wi-fi-ið virkaði betur útá bílastæði) með tölvurnar og símana til að finna veskið…og finna útúr því hvernig hægt væri að koma því í mínar hendur aftur. Sem var ekki auðveld aðgerð þar sem við vissum aldrei hvar við yrðum hvenær. Ég og Tye (starfsmaðurinn á bensínstöðinni) vorum orðin svo náin að ég var farin að tala íslensku við hann (kannski var það bara stressið og uppnámið?). En já, ég lagði allt mitt traust á Tye og póstþjónustuna og fékk veskið í hendurnar viku síðar í Mississippi. Þess má geta að ég er nú með skráð heimilsfang á bensínstöð í Utah hjá FedEx. Yes.

Svo komum við til Colorado. Sem er talið vera heilbrigðasta fylki USA. 

Eina sem við gerðum í Colorado var að stoppa í Cortez og fara í WalMart. Sem ég að vanda elskaði. En olli samferðamanni mínum miklum vonbrigðum. Hann hélt að allt í  WalMart væri í mjög stórum pakkningum og á $2 max. Sorry my friend.

Svo vorum við komin til New Mexico. Ég sá aldrei neina risa kaktusa samt :(

Dagur 5 Atzec/New Mexico -> Road 66! -> Marfa&Alpine/Texas


Hérna sofnuðum og vöknuðum við í Atzec Nýju Mexíkó. Strákurinn í móttökunni var hipster (að sögn S) og samstarfsfélagi hans var risastór hvítur angóruköttur sem ég vil meina að sé hipsteraköttur. Ok?
Gleymdi samt að taka mynd af honum.


Við ætluðum að taka hádegismat í Santa Fe og var ég orðin mjög spennt þar sem mig langar svo að opna lítið kaffihús í Santa Fe (einadjók). En bílstjórinn keyrði óvart fram hjá. Þar fór það. #sorryHÁSstelpur 

Svona var útsýnið mitt oft oft oft. Ég þróaði með mér smá trukkafetish á tímabili. Þó ekki trukkabílstjórafetish. Það er annað. 

Svona var bæjarmyndin í ó svo mörgum bæjum og ég var alltaf viss um að þarna hefði verið skotin e-r fræg bíómynd. Td. Notebook.

Káboji að taka rusl og indjáni. Svo táknrænt ha?
Hér erum við í fyrsta og eina skiptið á frægasta vegi USA Route 66.
Splæstum á okkur smá lunch sem var góður fyrstu bitana en varð svo verri og verri. Fengum bæði í magann.

Hérna er þessi þjóðverji heldur betur að vita betur eins og vanalega. Á Route 66. En djöfulli finnst honum gaman að taka bensín. Sem hann gerði oft. Oft!

Mætt til Texas! Say no more ha?

I elephant Romney.

Þá fær maður sér bara bjór og verður tipsí backseatdriver

Tamales fyrir Kamillu. Örin vísaði svo á bensínstöð sem við fórum inn í og ég keypti mér bjór og sígó án þess að sýna skilríki #geristaldrei!

Thelma and Lois´s view in Texas

Á þessari mynd er ekki gott að sjá hvað er eiginlega í gangi. En þetta er mynd sem er tekin útúm bílgluggann í litlu húsasundi í þorpinu Alpine í Texas. Þarna vorum við Steinþór stoppuð af lögreglunni og það voru tveir bílar sem blikkuðu ljósunum. Steinþór var tekinn fyrir að DUI og var beðinn að step out of your vehicle sir og látinn standa á öðrum fæti og telja upp á one one thousand one two thousand one three thosand etc (ég hefði frekar viljað hafa það one mississippi two mississippi samt) (ég reyndi að ná mynd af þessu en var svo hrædd um að pirra löggurnar) og ég veit ekki hvað og hvað… allavega alveg eins í bíómyndunum. Svo fóru þeir með hann og ég var beðin um að step out of the vehicle ma´m og létt yfirheyrð. Þess má geta að þarna er veskið mitt e-sstaðar á ferðinni frá Utah til Mississippi og frekar ótrúverðug saga.
En sögunum okkar um afhverju við værum pínu tibbsí bar 100% saman. Þegar formlega hlutanum var lokið urðu þær síðan svo líbó að þær hjálpuðu okkur að finna gistingu í Alpine. Ódýrustu gistinguna og mæltu með loftbelgjahátíðinni sem var haldin daginn eftir. Fljótt skipast og allt það. Allt er gott sem endar vel.

 
Bráðum set ég svo inn part 2 um roadtripið okkar. Þetta er orðið svo mikið.
Vona að þið njótið vel. Við allavega nutum okkar í botn. 


Mátturinn í núinu: Check!

Í dag eru 4 vikur síðan ég lagði af stað og þetta hefur liðið hraðar en ég átti von á. Fróðir menn segja að tíminn líði hratt þegar við erum að skemmta okkur. Mér hefur reyndar alltaf fundist tíminn líða hva hraðast þegar ég er í hversdagslegri rútínu í eigin umhverfi. Þá þjóta vikurnar fram hjá. Svo hefur mér yfirleitt fundist tíminn líða á allt öðru tempói þegar ég er td. erlendis og á framandi slóðum, í allt öðru tempói. Þá hefur stundum einn dagur verið á við þrjá.

 

En já ég er að skemmta mér mjög vel. Sko mjög vel. Og það sem betra er ég er alveg að mastera “nú-ið”. Það hafa verið skrifaðar margar bækur um þetta blessaða “nú” og máttinn í því og svona. Ég hef reyndar ekki lesið þær en ég held að ég sé bara alveg með þetta. Ég er allavega alltaf að fíla það sem ég er að gera hér og nú og vil hvergi annars staðar vera. Snýst þetta ekki annars um það? Tilhvers að flækja það þá eitthvað? Nei ég meinaða! ;)

 

Englarnir hans Alla í borg englanna

 LA var fyrsti áfangastaður sem var ákveðinn í þessu ferðalagi. Ég ætlaði að fara til LA áður en ég ákvað að fara hringinn í kringum heiminn. Ástæðan er Alli vinur minn, sem flutti frá Íslandi (les: frá CCP&KB) í apríl sl. og ég lofaði honum að koma að heimsækja hann (um leið og hann ætti blæjubíl og fönkís hús á einni hæð með sundlaug reyndar). Hann fékk sér hvítan blæjubíl og ég bókaði farið.

Þið vitið rest.

 

Alli er einn af fjórum atvinnukæró-unum mínum (hinir þrír eru Steinþór Helgi, Oddur Snær og Hulli). Fyrir þá sem ekki vita er atvinnukærasti er góður vinur sem þjónar sama hlutverki og kærasti í aðstæðum sem “krefjast” þess að vera með gaur sér við hlið (matarboð, spilakvöld, opnanir, frumsýningar, árshátíðir, kvikmyndahátíðir etcetc) – og fyrir utan það bara frábær félagsskapur og dýrmætir vinir.

Hérna erum er deit-zeit í Hollywood á Osteria Mozza - og ég held að já þetta sé með þeim betri dinnerum sem ég hef borðað. Ég er ennþá að hugsa um réttinn sem er í hægra efra horni á myndinni hér að neðan. Be.li.zz.mo!

 

Alli og elsku Nathan – sem er reyndar líka half-fluttur til Californiu (San Diego) og mjög góður vinur minn – tóku aldeilis royalé á móti Dillary sinni. En það var búið að panta snekkju sem sigldi við strandir LA í sól og blíðu og kampavín og geitaost. Ég fokkíngs elska þetta royalé livin´. Myndirnar segja víst meira en 1000 orð og allt það. Eruð þið að tjékka á þessu?

Boat livin´

Þessir þekkja DillyVanilly mjög vel og rúlluðu upp æðislegum degi

Ragga Þórðar og vinkona hennar stukku útí og upp á kayakana

Hin víðfræga Rokklingapósa Drafnar (Sjá fyrstu plötu Rokklingana)

Oh svo næææs - Hanna & Dröfn (að Instagramma)

ActuAlli

Captainetta Diljá

Hún kan´þetta!

 Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að fara til LA í ágúst var sú að Hanna nokkur Eiríksdóttir var búin að ákveða að eyða mánuði hjá elsku Dröfn DD-Unit Snorradóttur – kollegi minn úr mikilvægu djobbi hérna í denn, eða Rokklingunum. (!!!) 

Já og ég vissi að ég gæti leikið með þeim á meðan Alli væri í vinnunni á daginn. Ég vissi nú að það yrði gaman –en eruð þið að djóka hvað þetta var stórkostlega skemmtileg vika?  Ég þurfti stundum að klípa mig í bingó-inn til að vera viss um að þetta væri raunverulega að gerast.
Hér er smá myndasería:

Fórum á ströndina í Paradise Cove (sem er á Malibu beach) en þar voru allar classico strandarmyndir teknar upp hérna áður fyrr (td. með Elvis Presley). Við tókum auðvitað vel á því í hádeginu og fengum okkur kokteila með matnum.

Svo var farið á mjög metnaðarfullt hjólaskautadiskó - við héldum að það væri gay-night en svo var það bara adult night (samt ekki þannig adult…)

Sv


Við fengum heimboð til San Diego og skelltum okkur í surfinkennslu hjá einum braselískum með magavöðva. 

Tótallí með  allar stellingar á hreinu

Nathan bauð okkur velkomnar á Del Mar Shores í San Diego. Við lifðum eins og drottningar á hótel Nate Lion og vorum dekraðar í drasl.

Svo skelltum við okkur á hestaveðreiðar

Mér fannst mikilvægt að vera með hatt á veðreiðunum - nema minn var svona líka fokk ljótur. En æ…so be it.

Hérna taka þeir af stað og allt tryllist í stúkunni.

Ég veðjaði á Fiesta Express - en ekki hvað?

Hestarnir hér taka þátt í FREE PUSSY RIOT sýnist mér.

Englarnir skelltu sér í lunch niðrá Venice beach - að sjálfsögðu var skálað í bleiku bubbly. Maturinn var guðdómlegur. Er ennþá að hugsa um tómatasalatið og geitaosta pizzuna. Svo farið á æðislegt kaffihús eftir á.


Palm Springs

Vorum á æðislegu hóteli Colony Palm Hotel og nutum okkar í botn, td með complementary champagne

Alli pantaði herbergið - enda voru allir kokteilarnir sem við fengum serveraða út við sundlaug skrifaðir á “Óttarsson”

Ég fokkíngs elska hótelsloppa - hér er ég með great entrance út af baðherberginu

Sundlaugabakkinn og barinn

Sun

Ropelivin´to the max and box

Nightswimmin´

Marilyn mætt í Palm Springs

Gyðingastelpunni fannst svo heitt - en fékk svo kaldan piparmyntu þvottapoka til að kæla sig niður. Snilld!


 

 

 

Santa Monica´s Housewife


 

Mín beið að sjálfsögðu sloppur á 5stjörnu hóteli Alla í Santa Monica

Einn daginn (sem ég var reyndar ekki í Alli´s Angles prógrammi) þá var ég ein að dóla mér í Santa Monica. Byrjaði daginn á því að þvo þvott (innskot: ok frekar fyndið að hengja upp blúndunærbuxur heima hjá strákavini sínum ) og svo fór ég að versla (sem ég má ekki gera því ég er ekki með pláss fyrir þetta dót) og svo í mani padi. Og já, ég fór að ímynda mér, þar sem ég gekk um hið fullkomna promenade í Santa Monica, að þetta væri líf mitt. Ég væri heimavinnandi eiginkona Alla og þetta væri það sem ég gerði á daginn. Bara versla, lönsa, mani padi, gymmið, ströndin í Cali etc .

Þar sem ég sat uppdressuð, fín og sæt (með 20 fullkomnar neglur) að bíða eftir að “eiginmaðurinn”(sem alltaf seinkaði) kæmi heim úr vinnunni komst ég að því að ég gæti þetta ekki. En svo þegar ég nefndi þetta við hann (Alla) þá bætti hann við: “En ef þú hefðir allar stelpurnar hjá þér, Evu, Kamillu, Heiðu og allar?” – þá svona….ah jú jú why not?!
Stelpur hvað segið þið, eruð þið til?

Á blæjubílnum hvíta á Rodeo Drive að fíla sig 

 

En já allavega – þessir 10 dagar í LA/San Diego/Palm Springs voru (ég er búin að reyna að finna hið rétta lýsingarorð yfir þetta en tókst ekki) svo skemmtilegir. Þökk sé ykkur elsku vinir Alli, Nathan, Hanna, Ragga og síðast en ekki síst elsku drífandi, sípródsúserandi og umhyggjusama Dröfn mín.
Hlakka til að sjá ykkur aftur í október <3…og fá mér cupcake!

Þegar þetta er skrifað er ég hálfnuð með all time classico USA roadtrip og ligg núna uppí rúmi á herbergi 217 á Super 8 móteli í Memphis, Tennessee. Að svo stöddu er ég búin að gista á þeim nokkrum mótelunum og gera þarfir mínar á enn fleiri klósettum á bensínstöðvum víða um bandaríki norður-Ameríku…og þar að leiðandi komin með óvenju miklar og sterkar skoðanir á þessum fyrirbærum. Í næstu færslu skal ég reyna að hafa þessar skoðanir í lágmarki – og segja ykkur frekar frá því sem ég hef upplifað og séð á þessum slóðum sem ég hef aldrei verið á áður….og mun jafnvel aldrei vera á síðar. Það er svona tilgangurinn með leiðinni sem við völdum sjáiði til. En ok – Super 8 er með HBO, best að nýta það. Kveðja
Ein sem er líka farin að hlakka mjög mikið til að læra að kafa við eyjur karabíska hafsins…og kannski ekki beint alltaf í nú-inu. Æ fokk it.


"You´re gonna meet some gentle people there"

San Francisco 

Ég hef elskað San Francisco áður en ég kom þangað í fyrsta skiptið. Ég man eftir mér skrifa sögur í íslenskutímum í 9 ára bekk sem gerðust í San Francisco. Mér þótti alltaf gaman að sjá myndir sem gerðust þar, man td mjög vel eftir myndinni Pacific Heights sem kom út 1990 með Michael Keaton ofl bara af því að hún gerðist þar (vil ég meina).
Svo kom ég þangað í fyrsta skiptið 1999, nýorðin tvítug. Og féll í stafi um leið og ég upplifði borgina í eigin persónu. Það er bara e-ð í andrúmsloftinu þarna sem lætur mig líða svo vel. Ég verð betri manneskja í San Francsico, líkar betur við sjálfa mig þegar ég er þar.

Ég varð síðan svo heppin og hamingjusöm þegar bekkurinn minn (Team 11) í KaosPilots fékk að fara í svokallað “outpost” til San Francisco í eina önn vorið 2006. 

Ég(dökkhærð) & Calle bekkjarbróðir minn að taka mynd í hraðbankaspegli í Haight&Ashbury hverfinu á fyrsta deginum okkar í SF (feb´06). Í þessu hverfi urðu hippar formlega að hippum sumarið ´67 (“Summer of Love”). Þarna bjuggu Jimi Hendrix, Janis Joplin og fleiri. Við endann á Haightstreet er svo inngangurinn að Golden Gate Park.

Það tók mig samt sem áður smá tíma að finna DiljáSan týpuna. Sem Íslendingur er ég ekki alin upp við að tala við alla sem á vegi mínum verða. Ég man einu sinni eftir því að hafa setið ein á Union Square að bíða eftir vinum. Þá settist hjá mér ungur maður og byrjaði að tala við mig. Ég hélt að sjálfsögðu að hann væri að reyna við mig, nú eða undirbúa rán - allavega að hann vildi mér e-ð. Ég svaraði spurningum hans og spurði þvingað á móti út í hann sjálfan. Svo bara kvaddi hann.Þá var eins og ég fattaði að fólk þarf ekkert endilega að hafa eitthvað agenda til að eiga í samskiptum við mann. Svo ég ákvað að hætt að vera lokaði Íslendingurinn (sem getur bara talað við ókunnuga þegar hann er búinn að drekka áfengi) og ákvað að gefa fólki séns. Og Guð minn góður hvað það er gaman að gera það, þá sérstaklega í San Francisco (sem er enn sem komið er eini staðurinn sem ég leyfi mér að vera DiljáSan).

Ég hef eignast ótrúlega 15mín vini hér og þar útúm alla borg. Tekið trúnó með strætóbílstjóra. Verið að máta föt í vintagebúð með 75 ára konu og við létum eins og táningar. Uppáhaldsheimilislausi einstaklingurinn minn sem ég gaf alltaf e-ð… hef reyndar aldrei komist að því hvort það sé kona eða ungur strákur.

En já allavega - ég verð aldeilis að finna þessa týpu í sjálfri mér útum allan heim núna á næstu mánuðum. Það á eftir að gera ferðina mína betri.

Read More

Að fara og ekki fara yfir og út fyrir þæginda þröskuldinn

Þessi þæginda þröskuldur er mér svolítið hugleikinn. Er það yfirleitt og kannski aðeins meira núna. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvort það hafi verið hrein tilviljun eða undirmeðvitundin mín sem hagaði því þannig að ég færi í raun mjög hægt út fyrir minn þröskuld í þessari ferð minni í kringum heiminn. En mikið ósköp sem ég er að meta það. Hentar mér mjög vel að byrja á stöðum sem ég hef oft verið á áður og hjá fólki sem stendur mér mjög nærri og ég hef mikla þörf fyrir að rækta samskiptin við. Enda naut ég mín út í ystu æsar í faðmi elsku fjölskyldunnar minnar í Connecticut.

Á myndina vantar Dante. Nanna auglýsir Bónus hvert sem hún fer.

Ég var eins og blóm í eggi sem vafið er inn í bómul. Alla morgna vaknaði ég við það að þessi litla dama skreið uppí rúm til mín og sagði mér hvað hún hafi dreymt um nóttina.

Una 3ja að verða 4ra

Stuttu síðar kom iðulega pabbi hennar færandi hendi með freyðandi cappuccino. Morgnanir voru síðan iðulega eins og rólegur jóladagsmorgun þar sem við kúrðum okkur í náttfötum uppí rúmi og horfðum á allskyns útgáfur af Call me Maybe laginu á YouTube og klippur úr söngleikinum Annie. Aftur og aftur. India 6 ára var þá yfirleitt vöknuð og komin í náttfatapartýið India með Stelton hatt að lesa, as you do

Fyrir utan það að hafa jól alla daga, þá gerðum við margt skemmtilegt og eða umfram allt huggulega hluti saman. Connecticut er fallegt og gróðursælt fylki og New Canaan alveg einstaklega sætur bær. Mig langar helst að banka upp á í hverju húsi og fá að eyða Thanksgiving með þeim sem þar búa. Nanna og fjölskylda búa á stórri og fallegri lóð með góðri sundlaug sem við eyddum talsverðum tíma í og við. Enda mjög heitt og rakt þessa dagana.

Ekki má gleyma að Bamba, sem mætti ásamt Bamba bróður sínum og móður.

Svo fórum við upp í Empire State building - en þangað voru allir að fara í fyrsta skiptið. Fórum á svalirnar á 86.hæð og fannst mér þetta alveg æðisleg upplifun. Enda New York skemmtilegt útsýni. Mér fannst líka bara mikilvægt að gera e-ð metnaðarfullt túristadót, svona fyrst ég er núna metnaðarfullur ferðamaður.

Í bíómyndum eru allir alltaf að kyssast uppá Empire State - ég reyndi að redda mér smá rómans en hann vildi mig ekki.

Við heimsóttum Önnu Rósu frænku sem býr við Washington Square í New York og er að gera mjög skemmtilega hluti þar í borg.

Anna Rósa og India búnar að flétta sig saman

Una er auðvitað gangandi skemmtiatriði á vegum Guðanna

Við píurnar fórum í mani&pedi saman. Standard.

Fórum á tónleika og í pikknikk á fallegri hæð við ranch í New Canaan

Bjuggum til ekta springrolls…
…sem litu mjög vel út í uppskriftarbókinni - en okkar litu út eins og æðaber líkamshluti karlmanns.

Já þetta var æðislegt. Enda elska ég að vera í Améríku. Elska að versla og borða mat í Améríku

Eins og ég talaði um hér að ofan - þá elska ég að byrja ferðalagið fyrir innan þægindaþröskuldinn- - en ég veit ekki hvað ég var að spá þegar það kemur að því að ég trúði því að ég gæti bara verið hérna í mánuð og ekkert verslað mér föt og dóterí??? Ferðataskan er orðin snappfull og í yfirvigt og ég í e-u reddingum að ná öðru til Íslands. Ekki kemst þetta í bakpokann sem byrjar í notkun í september.

Veit ekki hvorum megin við þennan blessaða þægindaþröskuld þetta lúxusvandamál er - en það kemur mér óþægilega á óvart hvað þetta tekur á. En já - þetta var fyrsta vikan mín í ferðalaginu mínu. Hún stóðst allar væntingar og rúmlega það - enda tókst mér að aftengja mig frá Íslandi á góðan hátt. Æðislegt og afslappandi í alla staði. Ég er samt að deyja ég sakna þeirra svo mikið núna. En að sakna er fallegt. Er það ekki? Þá veit maður að maður á gott. 


Kveðja frá Norður Californiu
Ein sem er alltaf með blóm í hárinu in le zone de comforté

"Í byrjun ágúst"

Ég veit ekki hvað oft ég hef sagt þessa setningu: “Í byrjun ágúst…” Þetta var svarið við spurningunni “Ert þú ekki að fara í heimsreisu? Hvenær ferðu svo?”

Ég er að meta að ég hafi fengið þessa spurningu uþb 10x dag sl. 2 mánuði. Sem er svo sem ekkert skrýtið - þar sem ég fór í viðtal hjá Mogganum um þær breytingar sem voru (og eru) að eiga sér stað í lífinu mínu. Þetta viðtal vakti ansi mikla athygli - eiginlega svo mikla að ég varð smá feimin. Ég skildi ekki alveg afhverju fólk var að bregðast við þessu eins og ég væri fyrsta manneskjan á landinu til að gera þetta; selja íbúð, segja upp vinnu og hendast út í heim að flakka e-ð. En þegar ég fer að hugsa nánar út í þetta, þá er svo stutt síðan að þetta gæti ekki komið til greina hjá mér og mínu ágæta lífi. Fórnin væri einfaldlega of mikil og þægindaþröskuldurinn of hár til að stíga yfir.

En hér er ég. Það er komin “byrjun ágúst” sem síðar varð 5.ágúst (brottför) Lögð af stað og er á fyrsta áfangastað af þeim þó nokkrum. 

Read More